
Flöt þök
Hér á Íslandi hefur haldist uppi sú gróusaga að flöt þök séu síðri en hallandi, þegar raunin er sú að öll þök eiga að halda vatni og veðrum frá svo framarlega sem að það sé gengið fagmannlega frá þeim. Einnig eru flöt þök í raun ekki alveg flöt því við uppsteypu þarf að mynda vatnshalla sem leiðir að niðurföllum til að ekki safnist vatn á þaki.
Við hjá Lekur.is sérhæfum okkur í flötum þökum þar sem notast er við hágæða þakpappa með CE vottun frá Evrópusambandinu samkvæmt ISO 9001 staðal til að tryggja að þakið þitt sé vatnsþétt. Vandvirkni, áreiðanleiki og fagmennska eru okkar einkunnarorð og skilar það sér í fallegum og vel frágengnum þökum sem við ávallt göngum stoltir frá.

Þegar talað er um viðsnúið þak er átt við að þakpappinn er bræddur beint á steypuna og að því loknu
kemur einangrun ofan á, svo jarðvegsdúkur og að lokum möl yfir. Við hjá Lekur.is mælum með
viðsnúnum þökum þar sem ending á þakappa er lengri og ef upp kemur lekavandamál
þá liggur rót vandans beint fyrir ofan leka innanhúss. Til að útskýra betur hvernig verkferli við
viðsnúið þak er unnið þá kemur hér smá lýsing að neðan.
-
Grunnaður þakflötur og kantar með bitumen-grunni. ( Þakflötur skal vera sléttur)
-
Undirlag heillímt á þakflöt og kanta með eldsuðu. Pappinn skarast 8-10cm á langhliðum og skammhliðum. Pappalag lagt í stefnu vatnshallans.
-
Yfirlag er eldsoðið á undirlag og lagt í sömu stefnu. Yfirlagið er lagt þannig að
samskeyti á undirlaginu komi um það bil á miðja rúllu yfirlags. Yfirlagið skarast eins og
undirlagið.
-
Vatnsheldar einangrunarplötur lagðar þannig þær liggi þétt að köntum og vel saman.
Vandaður frágangur við niðurföll og kanta.
-
Jarðvegsdúkur lagður með skörun og stefnu þannig að hann hylji einangrunina að fullu.
-
Möl dreift jafnt yfir til að halda einangrun og dúk niðri.